Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Ljósm. mm

Endurtalningu á að ljúka fyrir kvöldmat

Stór hluti talningarfólks í Norðvesturkjördæmi er mættur aftur til starfa til að telja öll atkvæði í kjördæminu aftur. Farið er yfir alla seðla til að tryggja að allt hafi verið rétt flokkað í nótt og svo eru öll atkvæðin í kjördæminu talin. En búast má við að þeirri vinni ljúki nú fyrir kvöldmat.

Að sögn Inga Tryggvasonar, formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, kom beiðnin um endurtalningu frá landsyfirkjörstjórn því afar litlu munaði á úthlutun jöfnunarþingsæta. Ef það reynist vera einhver minniháttar skekkja gætu orðið breytingar á úthlutun jöfnunarþingsæta. Í Norðvesturkjördæmi er Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar, jöfnunarþingmaður eins og staðan er núna eftir nóttina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir