Fréttir
Bergþór Ólason alþingismaður Miðflokksins.

Bergþór kemur inn í stað Guðmundar

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "<strong>Leiðrétting á lítilli skekkju í einu kjördæmi snertir alls tíu manns sem ýmist detta út eða fá þingsæti</strong>\r\n\r\nEndurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi lauk nú undir kvöld. Hún hefur leitt í ljós skekkju sem kemur af stað hringekju jöfnunarþingmanna þingflokka í nokkrum kjördæmum. Eftir að búið er að endurtelja gerist það að Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, missir jöfnunarþingsæti sitt en Guðbrandur Einarsson samflokksmaður hans kemur þess í stað inn í Suðurkjördæmi. Bergþór Ólason hjá Miðflokknum kemur inn í Norðvesturkjördæmi sem jöfnunarmaður en í Suðurkjördæmi fellur flokksfélagi hann Karl Gauti Hjaltason út. <em>Í heild verða breytingarnar þessar:</em>\r\n\r\n<strong>Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður:</strong>\r\n\r\nJó­hann Páll Jó­hanns­son (S) kem­ur inn en Lenya Rún Taha Karim (P) er úti.\r\n\r\nAndrés Ingi Jóns­son (P) verður áfram inni.\r\n\r\n<strong>Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður:</strong>\r\n\r\nOrri Páll Jó­hanns­son (V) kem­ur inn fyr­ir Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ur (S).\r\n\r\nArn­dís Anna K. Gunn­ars­dótt­ir (P) er áfram inni.\r\n\r\n<strong>Suðvest­ur­kjör­dæmi:</strong>\r\n\r\nGísli Rafn Ólafs­son (P) kem­ur inn fyr­ir Karl Gauta Hjalta­son (M).\r\n\r\nSig­mar Guðmunds­son (C) helst inni.\r\n\r\n<strong>Norðvest­ur­kjör­dæmi:</strong>\r\n\r\nBergþór Ólason (M) kem­ur inn fyr­ir Guðmund Gunn­ars­son (C).\r\n\r\n<strong>Norðaust­ur­kjör­dæmi:</strong>\r\n\r\nÓbreytt og Jó­dís Skúla­dótt­ir (V) helst inni.\r\n\r\n<strong>Suður­kjör­dæmi:</strong>\r\n\r\nGuðbrand­ur Ein­ars­son (C) kem­ur inn fyr­ir Hólm­fríðiÁrna­dótt­ur (V).\r\n\r\n&nbsp;\r\n\r\nEftir þessa uppstokkun jöfnunarþingsæta eru konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi, og hefur því ekkert Evrópumet verið slegið, eins og fjallað hefur verið um í heimspressunni frá því í morgun. Engin breyting verður á heildarfjölda þingsæta hvers flokks.",
  "innerBlocks": []
}
Bergþór kemur inn í stað Guðmundar - Skessuhorn