Atkvæði í Norðvesturkjördæmi verða endurtalin
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Búið er að boða talningarfólk í Norðvesturkjördæmi til endurtalningar allra atkvæða í kjördæminu. Verður talið á Hótel Borgarnesi. Þetta staðfestir Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í samtali við Skessuhorn. Ástæða þess að ákvörðun er tekin um endurtalningu er lítill munur á atkvæðamagni sem gæti þýtt tilfærslu á jöfnunarþingsætum, og þá jafnvel víðar en í þessu kjördæmi. Ingi býst við að endurtalning atkvæða taki 2-3 klukkutíma.",
"innerBlocks": []
}