Bogi Ágústsson rýnir í fyrstu tölur úr NV kjördæmi.

Fyrstu tölur komu úr Borgarnesi

Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi kom sterkur inn þegar hann kynnti fyrstu tölur úr kosningunum. Kjörstöðum var lokað klukkan 22. Í Borgarnesi eru talin atkvæði í kjördæminu. Nú, þegar búið er að telja 5932 atkvæði, hafa þau fallið þannig:

B Listi – 1355 atkvæði (2 kjördæmakjörnir)

C Listi – 387 atkvæði (1 jöfnunarþingsæti)

D Listi – 1401 atkvæði (2 kjördæmakjörnir)

F Listi – 580 atkvæði (1 kjördæmakjörinn)

J Listi – 227 atkvæði

M Listi – 337 atkvæði

O Listi – 18 atkvæði

P Listi – 359 atkvæði

S Listi – 504 atkvæði (1 kjördæmakjörinn)

V Listi – 647 atkvæði (1 kjördæmakjörinn)

Auðir seðlar voru 111 og ógildir 6.

Líkar þetta

Fleiri fréttir