Sviptingar í fylgi og ríkisstjórnin heldur velli

RÚV var rétt í þessu að birta niðurstöðu Gallupkönnunar um fylgi flokka fyrir kosningarnar á morgun. Samkvæmt henni mælast stjórnarflokkarnir þrír; Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG, með samanlagt með 50 prósenta fylgi og fengju 35 menn á þing. Níu flokkar næðu kjöri á þing.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,4 prósent fylgi, Framsóknarflokkurinn mælist með 14,9 prósent fylgi og VG er með 12,6 prósent fylgi. Samfylkingin mælist stærst stjórnarandstöðuflokka með 12,6 prósent fylgi, Viðreisn mælist með 9,2 prósent fylgi  og Píratar eru með 8,8 prósent fylgi. Miðflokkurinn mælist með 6,8 prósent fylgi, Flokkur fólksins er með 6,4 prósent fylgi og Sósíalistaflokkurinn mælist með 5,3%.

Könnunin var gerð dagana 20. til 24. september. Heildarúrtaksstærð var 4.839 manns, 18 ára og eldri. Þátttökuhlutfall var 51,9 prósent. Spurt var: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir