Ný staðsetning kjörstaðar á Akranesi

Alþingiskosningar fara fram næsta laugardag, 25. september. Akraneskaupstaður vekur athygli á því í auglýsingu í Skessuhorni vikunnar að kjörfundur fari fram í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum í stað Brekkubæjarskóla eins og verið hefur margar undanfarnar kosningar. Hefst kjörfundur kl. 09:00 og lýkur í síðasta lagi kl. 22:00.

Gengið er inn um norðuranddyri og eru kjördeildir eftirfarandi:

  1. kjördeild Akralundur til og með Esjubraut
  2. kjördeild Esjuvellir til og með Jaðarsbraut
  3. kjördeild Jörundarholt til og með Smiðjuvellir
  4. kjördeild Sóleyjargata til og með Þjóðbraut

Til þess að finna út í hvaða kjördeild einstaklingur er er hægt að fara inn á vefinn www.kosning.is.

Kjósendur eru hvattir til kjósa snemma á kjördag og hafa meðferðis persónuskilríki. Þá eru þeir einnig hvattir til þess að gæta að eigin smitvörnum í samræmi við gildandi reglur á hverjum tíma.

Líkar þetta

Fleiri fréttir