Fréttir
Gestir á opnun virða fyrir sér aðstöðuna í nýju matarsmiðjunni. Ljósm. bj.

Matarsmiðja opnuð að Miðskógi í Dölum

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Miðvikudaginn 15. september var formlega opnuð matarsmiðja í Suðurdölum, nánar tiltekið í Miðskógi. Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, opnaði smiðjuna og lýsti yfir ánægju með framtakið og ánægju með að Uppbyggingarsjóður Vesturlands hafi stutt við uppbygginguna. Skúli Guðbjörnsson bóndi í Miðskógi sagði frá tilurð smiðjunnar, sem er sprottin upp úr vinnu hóps sem stofnaður var 2019 til að skoða möguleika á uppbyggingu kjötvinnslu í héraðinu. Hópurinn skoðaði ýmsa kosti og heimsótti m.a. matarsmiðju Biopóls á Skagaströnd og ræddi við bændur í nærliggjandi héruðum um möguleikana. Niðurstaðan var einfaldlega að byggja litla vinnslu og Skúli tók boltann á lofti. Aðstaðan hefur fengið leyfi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands til starfseminnar og er tilbúin til notkunar, með manngengan kæli, vinnuaðstöðu og nokkur helstu tæki sem þarf til kjötvinnslu.\r\n\r\nVonast er til að Dalamenn taki starfseminni vel og nýti sér þessa góðu vinnuaðstöðu, sem uppfyllir öll skilyrði til vinnslu kjötvöru á almennnan neytendamarkað. Hægt verður að leigja aðstöðuna daglangt eða lengur, eftir umfangi vinnslu hverju sinni. Gestir við opnun matarsmiðjunnar ræddu mikið um þau tækifæri sem aðstaða á borð við þessa getur skapað og létu í ljós von um að Dalamönnum detti allskonar nýtt og spennandi matarkyns í hug, sem hægt verði að kaupa beint frá þeirra býlum í framtíðinni.",
  "innerBlocks": []
}