Bókin Tölum um hesta væntanleg eftir mánuð

Fyrir næstu jól er væntanleg frá bókaútgáfunni Nýhöfn bók um hjónin Benedikt Líndal og Sigríði Ævarsdóttur á Gufuá í Borgarhreppi. Bókin er veglega myndskreytt og innihaldsrík og spáir útgefandi því að hún eigi eftir að vekja verðskuldaða athygli. Í bókinni, sem fengið hefur nafnið Tölum um hesta, skrifa þau Benedikt og Sigríður út frá hjartanu um reynslu sína af hestum og lífi sínu með þeim. Sagt er frá eftirminnilegum hrossum, atvikum þeim tengdum, og inn í frásögnina flétta þau fræðslu, sögum, ljóðum og því nýjasta sem uppgötvað hefur verið um hesta.

Bókin er væntanleg um mánaðamótin október og nóvember.

Líkar þetta

Fleiri fréttir