Flutningur á eyjafé. Ljósm. úr safni Skessuhorns og tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Sextíu kindur fóru í sjóinn og tuttugu drukknuðu

Bátur sökk með sextíu kindum um 50 metrum frá Stykkishólmi á sunnudaginn. Í frétt á vef RÚV segir að allar kindurnar hafi farið í sjóinn auk tveggja manna sem voru í bátnum, en þá sakaði ekki. Tuttugu kindur drukknuðu en aðrar komust á þurrt, sumum var bjargað en aðrar syntu sjálfar í land. Verið var að flytja kindurnar úr Brokey áleiðis í sláturhús á Hvammstanga, með viðkomu í Stykkishólmi. Bergur Hjaltalín, annar mannanna í bátnum, segir í samtali við RÚV að ekki hafi verið nægur þungi undir bátnum og þegar féð hafi farið út í aðra hlið hans hafi báturinn lagst. Björgunarsveitin Berserkir var kölluð til en fólk sem var statt á höfninni var einnig fljótt að fara út í báta og koma til hjálpar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir