Fréttir
Hvalfjarðarsveit hefur samið við Þrótt ehf. um jarðvinnu, lagnir og yfirborðsfrágang við nýja götu í Melahverfi. F.v. Hlynur Sigurdórsson, Linda Björk Pálsdóttir og Helgi Þorsteinsson. Ljósm. Hvalfjarðarsveit.

Hvalfjarðarsveit semur við Þrótt um gatnagerð

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Hvalfjarðarsveit hefur gengið til samninga við Þrótt ehf. um jarðvinnu, lagnir og yfirborðsfrágang við nýja götu í Melahverfi og verður verkið unnið í samvinnu við Veitur, Mílu og Rarik. Í tilkynningu frá Hvalfjarðarsveit segir að nýja gatan heiti Lyngmelur og er sunnan megin í hverfinu. Þá segir að framkvæmdir eigi að hefjast í lok október og áætluð verklok fyrsta áfanga eru í febrúar á næsta ári og áætlað að búið verði að malbika götuna í júní sama ár.\r\n\r\nGatnagerðin er mikilvægur áfangi í áframhaldandi uppbyggingu Melahverfis og verður lóðaúthlutun auglýst innan tíðar. Við Lyngmel verða sex einbýlishúsalóðir, tvær parhúsalóðir og ein fjögurra íbúða raðhúsalóð. Í maí síðastliðnum fór fram lóðaúthlutun við Háamel í Melahverfi og var mikill áhugi er úthlutað var einni einbýlishúsalóð, þremur parhúsalóðum og einni þriggja íbúða ráðhúsalóð, segir í frétt Hvalfjarðarsveitar.",
  "innerBlocks": []
}
Hvalfjarðarsveit semur við Þrótt um gatnagerð - Skessuhorn