Appelsínugul viðvörun við Faxaflóa

Gula viðvörunin sem átti að taka gildi um land allt í morgun vegna hvassviðris og úrkomu er víða orðin appelsínugul, m.a. hér við Faxaflóa. Viðvörunin er gul frá kl. 10-13:30 með suðaustan og austan 15-20 m/s og talsverðri rigningu en norðaustan 20-25 m/s á Snæfellsnesi. Frá klukkan 13:30 til 17:00 tekur við appelsínugul viðvörun með norðvestan stormi eða roki. Spáð er norðvestan 20-28 m/s við sunnanverðan Faxaflóa en norðan 20-25 m/s yst á Snæfellsnesi. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll.

Fólk er hvatt til að tryggja lausamuni og varað við því að þetta verður slæmt eða alls ekkert ferðaveður. Enn er í gildi gul viðvörun við Breiðafjörð með norðaustan stormi og talsverðri rigningu frá kl. 10:00 til 16:00 í dag. Spáð er norðaustan 20-25 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll og talsverðri rigningu, en snjókomu eða slyddu með versnandi færð á fjallvegum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir