Nemendur í öðrum bekk stilltu sér upp fyrir fréttaritara Skessuhorns í örskamma stund áður en þau héldu áfram að hlaupa og ærslast í blautu grasinu. Ljósm. tfk.

Tengjast náttúrunni á Degi náttúrunnar

Nemendur í öðrum bekk Grunnskóla Grundarfjarðar nýttu morguninn á degi náttúrunnar, í dag 16. september, til að tengjast náttúrunni. Það gerðu þau með því að fara út á táslunum og finna blautt grasið undir iljunum. Einhverjum fannst þetta svolítið kalt og fengu far á baki kennarans en flest höfðu þau gaman að þessu. Haldið hefur verið upp á Dag íslenskrar náttúru þennan dag frá árinu 2010 en þá var ákveðið að tileinka íslenskri náttúru sérstakan heiðursdag til að undirstrika mikilvægi hennar. 16. september varð fyrir valinu þar sem hann er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar sem hefur verið ötull baráttumaður náttúruverndar í gegnum tíðina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir