Seinkun á prentun og dreifingu Skessuhorns – rafræn útgáfa hér!

Í gærkvöldi varð flókin rafbilun í prentvél sem prentar Skessuhorn og ýmis önnur blöð. Ekki tókst að greina bilunina fyrr en í nótt og verður Skessuhorn því ekki prentað fyrr en upp úr klukkan 14 í dag. Af þeim sökum verður lítilsháttar töf á dreifingu blaðsins til áskrifenda. Blaðburðarbörn á Akranesi og Borgarnesi fá blaðið í hendur síðdegis í dag og hefja þá útburð. Sömuleiðis verða póstlögð síðdegis þau blöð sem fara til annarra áskrifenda. Landsprent og Skessuhorn biðjast velvirðingar á þessu.

Hér að neðan er hægt að hlaða niður blaðinu á PDF formati, á sama hátt og rafrænir áskrifendur fá það jafnan í hendur:

thumbnail of Skessuhorn_2021_37

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir