Ólöf Margrét Snorradóttir.

Ólöf Margrét er nýr prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli

Ólöf Margrét Snorradóttir hefur verið kjörin nýr prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli og mun hún ganga þar til liðs við Þráin Haraldsson og Þóru Björg Sigurðardóttur um mánaðarmótin október-nóvembar. Ólöf fæddist á Ísafirði árið 1971 og er hún önnur í röð þriggja systkina. Ólöf bjó fyrstu þrjú árin á bænum Neðri-Breiðadal í Önundarfirði, þar sem faðir hennar var bóndi. Þriggja ára flutti hún með fjölskyldu sinni til Þorlákshafnar þar sem þau bjuggu til ársins 1977. Þá flutti fjölskyldan á Húsavík þar sem Ólöf gekk í grunnskóla. Árið 1985 lést faðir Ólafar og tveimur árum síðar flutti móðir hennar með hana og bræður hennar tvo til Reykjavíkur. Þar gekk Ólöf í Menntaskólann við Sund.

Í Skessuhorni sem kom út í morgun má lesa nánar um leið Ólafar í guðfræðina og hvað hún hefur verið að gera síðan hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund.

Líkar þetta

Fleiri fréttir