Einar og Laura ásamt Teelu, eru nýir íbúar í Bjarkarási í Hvalfjarðarsveit.

Listamenn byggja sér hús í Hvalfjarðarsveit

Nýtt hús er nú að rísa við Bjarkarás í Leirársveit en þar eru hjónin Einar Thorberg Guðmundsson og Laura Diamond að reisa sér nýtt heimili. Blaðamaður Skessuhorns kíkti til þeirra fyrir helgi og fékk að forvitnast um nýbúana í Hvalfjarðarsveit. Iðnaðarmenn voru á fullu að vinna í húsinu en Einar og Laura buðu blaðamanni að kíkja inn í næsta hús, á heimili foreldra Einars, þar sem þau Einar og Laura búa á meðan húsið þeirra er í byggingu. Þegar inn var komið mætti blaðamanni trítlandi hvolpur. Það var hún Teela, átta vikna blendingur sem ætlar að eiga heima í nýja húsinu með Einari og Lauru.

Hægt er að lesa nánar um spjall blaðamanns við Einar og Laur í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir