
Fyrir áhugasama má benda á að aðgengi er að hrefnunni frá grjótgarðinum bak við hús Heimaskaga. Ljósm. frg.
Hrefnu rak á land í morgun í Steinsvör á Akranesi
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Dauða hrefnu rak á land í Heimaskagavör (Steinsvör) á Akranesi í morgun. Uppgötvuðu starfsmenn Olís hvalrekann þegar þeir mættu til vinnu. Dýrið er innan umráðasvæðis Akraneshafnar og segir Valentínus Ólason hafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum að hér sé á ferðinni fullvaxið dýr, 8-10 metra langt.\r\n\r\nUmhverfisstofnun hefur verið gert viðvart en ekki má hreyfa við dýrinu fyrr en starfsmenn stofnunarinnar hafa tekið sýni og mælt það. Lögreglan og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands bendir fólki á að fara ekki of nærri dýrinu vegna mögulegrar bakteríusýkingar. Þá er hann einnig útþaninn og gæti einfaldlega sprungið. Lögregla mun innan tíðar girða svæðið af með borða til að fólk fari ekki of nærri.\r\n\r\nSkammt er hvalreka á milli á svæðinu en síðla í ágúst rak dauða langreyði á land í Kjaransstaðafjöru. Sú hafði borist til landsins framan á stefni flutningaskips sem lagði að Hafnarfjarðarhöfn en hvalurinn barst þaðan yfir flóann.\r\n\r\n<img class=\"alignnone size-medium wp-image-47318\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2021/09/Hrefnu-rak-a-land-i-Heimaskagavor_2-1-600x450.jpg\" alt=\"\" />", "innerBlocks": [] }