Leikið á nýja vellinum. Ljósm. Stykkishólmsbær.

Frisbígolfvöllur í Stykkishólmi

Frisbígolfvöllur var settur upp í Stykkishólmi í lok júlí í sumar og hefur hann notið töluverðra vinsælda. Í síðustu viku kom sérfræðingur í þessum efnum til að reka smiðshöggið á völlinn, klára merkingar á holum og setja upp skilti til að kynna brautirnar fyrir þeim sem eru að spila frisbígolfið. Auk þess hélt hann lítið námskeið fyrir íþróttakennara og þjálfara á svæðinu svo þeir geti leiðbeint nemendum sínum og kennt helstu undirstöðuatriði.

Völlurinn telur níu holur og er staðsettur á holtinu fyrir ofan íþróttavöllinn og grunnskólann. Fyrsta brautin liggur frá grunnskólanum og er kastað í átt að þjónustuhúsi tjaldsvæðis. Völlurinn rekur sig svo í kringum holtið og upp á það. Völlurinn er ekki aðeins hugsaður sem góð afþreying og hreyfing fyrir heimafólk heldur er frisbígolf einnig vinsælt á meðal ferðamanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir