Akraneskaupstaður kominn á Dalbrautina

Starfsmenn Akraneskaupstaðar tóku vel á móti blaðamanni Skessuhorns þegar hann kíkti í morgun á nýja vinnuaðstöðu þeirra á Dalbraut 4 á Akranesi og fékk að smella nokkrum myndum af þeim. Ekki var annað að sjá en að þeim líði vel á nýja staðnum og ekki hægt að segja annað en að það sé gott andrúmsloft í húsinu. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni var ákveðið að rýma húsnæði bæjarskrifstofunnar við Stillholt 16-18 eftir að raki og mygluvandamál voru greind í húsnæðinu. Við Dalbraut munu bæjarstarfsmenn deila rými með eldri borgurum í FEBAN sem einnig munu flytja starfsemi sína í húsið.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir