Eldhressar á púttmóti. Ljósm. vaks

September púttmót eldri borgara í Borgarnesi

Síðasta fimmtudag fór fram opið púttmót eldri borgara á púttsvæðunum við klúbbhúsið á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þátttakendur voru alls 52 frá Púttklúbbi Borgarbyggðar, Púttklúbbi Suðurnesja og Púttklúbbi Hvammstanga og var keppt í alls sex flokkum og léku keppendur 72 holur. Sigurður Þórarinsson kom með ráskubba sem gerðir voru af miklum hagleik og voru settir á nýja púttvöllinn sem nefnist Flagið, en hann fær vonandi nýtt nafn á næsta ári. Geirabakarí og Heildverslun JGR í Borgarnesi gáfu veitingar fyrir mótið og samvinnan innan pútthóps Borgarbyggðar á mótinu var, að sögn mótstjórans, til mikillar fyrirmyndar.

Úrslit mótsins voru þessi:

Konur 80 ára og eldri:

 1. Lilja Jónasdóttir Pútt Suð. 79
 2. Jónína B. Ingólfsdóttir Pútt Borg. 80
 3. Eydís B. Eyjólfsdóttir Pútt Suð. 81

 

Konur 70-79 ára:

 1. Ásdís B. Geirdal Pútt Borg. 72
 2. Ingibjörg Finnbogadóttir Pútt Suð. 79
 3. Hugrún B. Þorkelsdóttir Pútt Borg. 82

 

Konur 60-69 ára:

 1. Guðrún H. Andrésdóttir Pútt Borg. 73
 2. Sólrún Lind Egilsdóttir Pútt Borg. 80
 3. Þóra Stefánsdóttir Pútt Borg. 81

 

Karlar 80 ára og eldri:

 1. Sigurður Þórarinsson Pútt Borg. 71
 2. Aðalbergur Þórarinsson Pútt Suð. 73
 3. Njáll Skarphéðinsson Pútt Suð. 75

 

Karlar 70-79 ára:

 1. Guðmundur Bachmann Pútt Borg. 72
 2. Þórður Kristjánsson Pútt Suð. 74
 3. Þórhallur Teitsson Pútt Borg. 74

 

Karlar 60-69 ára:

 1. Stefán Bjarkason Pútt Suð. 70
 2. Páll Sigurðsson Pútt Hvamm. 77
 3. Marteinn Reimarsson Pútt Hvamm. 82
Líkar þetta

Fleiri fréttir