Rigningin hefur sinn sjarma

Á meðan sólin hefur leikið við fólk fyrir norðan og austan hefur verið heldur blautt hjá okkur á Vesturlandi og er áframhaldandi rigning í kortunum. Rigningin hefur þó sinn sjarma rétt eins og sólin, eins og má sjá á meðfylgjandi mynd sem Elmar Snorrason tók á Húsafelli nú síðdegis. Þessi fallegi regnbogi vakti yfir fjöllunum Tungu og Strút sem standa í fjarska. Í forgrunni er Norðurhraun 1 sem er nú á rísa í nýju hverfi á Húsafelli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir