Haraldur að hita krumpuhólka utan um samsetningar á nýju aðveituæðinni. Ljósm. mm.

Ný heitavatnslögn í Melasveitinni

Nú er unnið að því að leggja nýja stofnlögn hitaveitu á fjóra bæi í Melasveit í Borgarfirði. Vatnið kemur ofan úr Reykholtsdal og tekið úr aðalstofnæð Veitna á móts við Fiskilæk. Nýja lögnin mun þjóna húsum og atvinnustarfsemi í Belgsholti, Melaleiti, Melum og Ási.

Haraldur Magnússon bóndi í Belgsholti var að vinna við að hita herpihólka sem hylja samsetningar röranna þegar blaðamaður átti leið um fyrr í vikunni. Magnús Már Haraldsson sonur hans er vélvirki og sér um suðuvinnuna. Haraldur segir að ábúendur og eigendur fyrrgreindra bæja hafi stofnað hitaveitufélag um framkvæmdina þegar nægjanlegt vatn hafi fengist frá Veitum fyrir svínabúið á Melum. Samið hafði verið um vatnskaupin eftir að Laugafiskur hætti fiskþurrkun á Akranesi en sú starfsemi var mjög vatnsaflsfrek. Nýja lögnin mun leysa af hólmi 31 árs lögn sem liggur frá Fiskilæk og að Belgsholti en er farin að gefa sig, að sögn Haraldar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir