Sigurvegarar á mótinu.

Héldu golfmót á Húsafelli

Annað golfmót sumarsins á Húsafellsvelli var haldið á laugardaginn um verslunarmannahelgina. Frábært veður var í Húsafelli á mótsdag og hiti um 22 gráðurnar í logni.  Fullbókað var á golfmótið og komust færri að enn vildu. 48 keppendur tóku þátt og voru þeir hæstánægðir með daginn og aðstæður á vellinum sem hefur sjaldan verið í betra standi en í sumar. Spilað var eftir Texas scramble fyrirkomulagi og voru fjórir keppendur í hverju liði. Það var liðið Surtshellir sem bar sigur úr býtum, en í því var fjölskyldan Samúel Þorsteinsson, Birkir Hrafn Samúelsson, Svanhildur Kristjánsdóttir og Ellert Ingvason.  Nándarverðlaun á 7. holu fékk Hafþór Birgisson og á 9. holu Leifur Guðjónsson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir