Gestir á veitingastaðnum geta fylgst með laxinum í hylnum

Myndavél hefur verið komið fyrir undir vatnsyfirborðinu í Veiðifossi í Grímsá. Fossinn er framan við veitingahúsið í Fossatúni og er fyrrum helsti maðkveiðistaður árinnar, en ekki er veitt í honum eftir að Grímsá varð eingöngu fluguveiðiá. Allur lax í ánni þarf að fara upp Veiðifoss og því hafa gestir á útipalli veitingahússins í Fossatúni löngum getað séð fiskinn stökkva þar. Myndavél eykur á þessa upplifun gesta þar sem möguleiki er á að sjá laxinn athafna sig undir vatnsyfirborðinu og í beinni útsendingu á skjá í sal veitingahússins. Að sögn Steinars Berg í Fossatúni stendur til að þróa hugmyndina enn frekar ef vel tekst til, jafnvel bæta við myndavélum og hafa útsendinguna aðgengilega í rauntíma á netinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir