Breki Berg Tómasson lýsir ágætlega lyktinni sem lá í loftinu. Myndir: tfk.

Búrhval rak á land í Staðarsveit

Á fjörunni við Ytri Tungu í Staðarsveit liggur nú hræ af búrhval sem þar rak á land 25. júlí síðastliðinn. Um er að ræða rúmlega tólf metra langan tarf sem að líkindum hefur verið löngu dauður áður en hann rak á fjörur Staðsveitunga. Lyktin af hræinu bendir í það minnsta til að skepnan sé ekki nýdauð. Hræið vekur athygli ferðafólks sem var að mynda það í gríð og erg þegar Tómas Freyr Kristjánsson fréttaritari Skessuhorns leit þar við fyrr í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir