Við Brynjudalsá í Hvalfirði. Ljósm. mm.

Minnir á kirkjutröppurnar á Akureyri

Fljótt á litið minnir þetta mannvirki á kirkjutröppurnar á Akureyri í úrhellisrigningu. En því fer víðs fjarri. Hér er annar af tveimur laxastigum sem steyptir hafa verið til að auðvelda laxi uppgöngu í Brynjudalsá fyrir botni Hvalfjarðar. Fyrst eftir að þessi stöllótti laxastigi var steyptur var ekkert grindverk ofan á veggjunum. Það gerðist því ítrekað að lax sem reyndi uppgöngu í stigann lenti út fyrir vegginn og drapst. Eitt sinn þegar veiðimaður mætti á svæðið sá hann 27 dauða laxa beggja vegna við laxastigann. Var fljótlega eftir það brugðist við og grindverk smíðað.

Líkar þetta

Fleiri fréttir