Jógvan Hansen með smálax úr Leirvogsá fyrir fáum dögum. Ljósm. mg.

Hyljir teppalagðir af fiski

,,Við enduðum ferðina á Akranesi þetta árið, í bili allavega, og þetta var meiriháttar ferðalag hjá okkur Friðriki Ómari. Spiluðum á 23 stöðum,“ sagði söngvarinn góðkunni Jógvan Hansen, en þeir félagar enduðu túrinn í Borgarnesi og Akranesi um liðna helgi. Þeim var tekið með kostum og kynjum um allt land og aðsóknin var meiriháttar. Nú tekur hins vegar veiðin við.

„Veiðisumarið byrjaði í Langá á Mýrum en þar veiddi maður fyrsta laxinn sinn í sumar. Svo var það Leirvogsá og hún er fjölbreytt, fullt af fiski en hann var ekki gráðugur og tekur illa, eins og það var mikið af honum. Allavega tveir hyljir voru teppalagðir af fiski, sjaldan séð svona mikið af laxi á sama stað. Síðan eru Veiðivötn og eitthvað meira. Ég ætla að að veiða og veiða það sem eftir er af sumri. Veiðin er svo skemmtileg og gott eftir svona ferð kringum landið að ná sér í stöngina og renna fyrir fisk,“ sagði Jógvan ennfremur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir