Munni Hvalfjarðarganga.

Göngin lokuð til klukkan 10

Á Twitter síðu Vegagerðarinnar var klukkan 6 í morgun sett inn tilkynning þess efnis að næturlokun Hvalfjarðarganganna lengist til klukkan 10 í dag. Göngunum var lokað vegna malbikunarframkvæmda sunnan við þau klukkan 22 í gærkvöldi og átti að opna klukkan sjö í morgun, en það frestast um þrjá tíma.

Líkar þetta

Fleiri fréttir