Búið að hreinsa allt út úr húsnæðinu.

Framkvæmdir á Sjúkrahúsinu á Akranesi ganga vel

Framkvæmdir við endurnýjun A og B deilda í C-álmu sjúkrahússins á Akranesi ganga vel. Voru þær fyrir margt löngu orðnar tímabærar. Búið er að hreinsa allt út úr húsnæðinu; innréttingar, gólfefni, milliveggi, raf- og boðlagnir og fleira auk þess sem sögun og múrbroti er lokið. Í vikunni var lokið við að flota öll gólf.  Uppbygging er nú þegar hafin og næstu verkefni eru uppsetning loftstokka, milliveggja og sprinkler kerfis. Þá er hafin vinna við raflagnir og vatns- og skolplagnir auk málningarvinnu. Búið er að leggja í gegnum fyrstu hæð hússins þannig að eðlileg starfsemi þar er komin í gang aftur en dregið var úr starfsemi í þrjár vikur frá 15. júní til 8. júlí.

Sjá nánar frétt í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir