Bjóða út smíði þriggja kennslustofa

Skipulags- og umhverfissvið Akraneskaupstaðar auglýsir í Skessuhorni í dag útboð á smíði þriggja nýrra kennslustofa við Grundaskóla. Um er að ræða smíði utan verkstaðar á fjórum húsum; þremur kennslustofum og einni anddyriseiningu, ásamt flutningi, uppsetningu, sökkuleiningum, raflögnum og öllum frágangi. Húsin eiga að vera fullbúin til til notkunar eigi síðar en um áramótin næstu. Gólfflötur bygginganna verður 350 fermetrar.

Útboðsgögn eru afhent á rafrænu formi í gegnum útboðsvef verkfræðistofunnar Mannvits. Bjóða þarf í verkið fyrir kl. 11, föstudaginn 13. ágúst næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir