Góð mæting var á brekkusönginn hjá þeim Degi Sigurðssyni og Andra Ívarssyni sem héldu uppi stuðinu í rigningunni. Ljósm. tfk.

Á góðri en blautri stund í Grundarfirði

Bæjarhátíðin Á góðri stund í Grundarfirði fór fram um helgina í skugga fjölgandi smita í samfélaginu. Einhverjir viðburðir féllu niður eins og ball með Páli Óskari sem átti að fara fram á föstudagskvöldinu. Þó var nóg um að vera og gátu allir fundið sér eitthvað til dundurs. Veðrið var nokkuð blautt en þó lét sólin sjá sig annað slagið og hlýjaði bæjarbúum og gestum þeirra.

Sjá fleiri myndir í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir