Skessuhorn kemur út á morgun en síðan verður vikufrí

Athygli lesenda og auglýsenda er vakin á því að starfsfólk Skessuhorns fer í viku sumarleyfi eftir útgáfu blaðsins sem kemur út á morgun, miðvikudaginn 28. júlí. Skrifstofan verður þá lokuð til og með þriðjudagsins 3. ágúst. Fyrsta blað í ágúst kemur út miðvikudaginn 11. ágúst.

Tekið er við aðsendu efni og auglýsingapöntunum í blaðið á morgun til hádegis í dag. Minnum á netföngin skessuhorn@skessuhorn.is og auglysingar@skessuhorn.is Síminn er nú sem fyrr 433-5500.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir