Munni Hvalfjarðarganga.

Göngin voru ekki lokuð í gær – en verða það í kvöld!

Vegagerðin hafði boðað að Hvalfjarðargöng yrðu lokuð í gærkvöldi og nótt vegna malbikunarframkvæmda sunnan við göngin. Af því varð ekki ekki, vegna veðurs. Klukkan 23:30 í gærkvöldi var það kynnt á Twitter síðu Vegagerðarinnar að ekkert yrði af framkvæmdum. Framkvæmdum var því frestað og verða göngin lokuð frá klukkan 22 í kvöld og þar til í fyrramálið klukkan 07. Hægt er að aka hjáleið um Hvalfjörð á meðan á framkvæmdum stendur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir