Sigurvegarar í Gæðingaskeiði: Vilborg Smáradóttir frá Sindra, Ólafur Guðmundsson frá Dreyra, Belinda Ottósdóttir frá Dreyra og Elmar Ingi Guðlaugsson frá Fáki. Ljósm. Dreyri.

Áhugamannamót Íslands var á Æðarodda um helgina

Hestamannafélagið Dreyri á Akranesi sá um að halda Áhugamannamót Íslands 2021 á félagsvæði sínu, Æðarodda, á Akranesi um helgina. Mótið var fyrst haldið árið 2015 og hefur ávallt þar til nú verið á Hellu. Allir knapar sem hafa náð 22 ára aldri á árinu og hafa ekki keppt í meistaraflokki á síðastliðnum tveimur árum hafa þátttökurétt á mótinu. Alls voru skráningar um 80 og fimm dómarar sem dæmdu á mótinu. Veðrið lék því miður ekki við keppendur um helgina en keppt var í tölti, fjórgangi, fimmgangi, gæðingaskeiði og 100 metra flugskeiði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir