Sóley Vilhjálmsdóttir og Arnór Grímsson.

Sóley kosin íbúi ársins í Reykhólahreppi

Hefð er fyrir því í Reykhólahreppi að útnefna íbúa ársins á Reykhóladögum. Að þessu sinni var það Sóley Vilhjálmsdóttir í Króksfjarðarnesi sem varð fyrir valinu.. „Sóley hefur alla tíð verið dugleg og drífandi í ýmis konar félagsstarfi. Hún vann um árabil í útibúi Landsbankans í Króksfjarðarnesi, síðast sem útibússtjóri, allt þar til útibúið var lagt niður. Þjónusta hennar við viðskiptavini útibúsins var einstaklega góð og ævinlega hugsað í lausnum þegar úrlausnarefni bar að höndum,“ segir í umsögn sem birt var á vef Reykhólahrepps.

Líkar þetta

Fleiri fréttir