Röð í sýnatöku vegna Covid-19 á Akranesi. Ljósm. mm.

Nýjar sóttvarnareglur hafa tekið gildi

Á miðnætti tóku gildi reglur sem ríkisstjórnin samþykkti á föstudaginn um takmarkanir vegna Covid-19. Nú mega 200 manns koma saman sem jafnframt er hámarksfjöldi í verslunum. Grímuskylda er innanhúss og í bílum þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð. Líkamsræktarstöðvar og sundlaugar mega taka við 75% hámarksfjölda leyfilegra gesta, hámarksfjöldi á íþróttaæfingum er 100 manns, en 200 manns mega vera í rými á kappleikjum. Veitinga- og skemmtistaðir hafa heimild til vera opnir til klukkan 23 og gestir hafa þá klukkustund til að yfirgefa staðinn.

Veiran hefur dreifst víða

Fjöldi greindra smita hefur verið að stigmagnast undanfarna daga. Í gær greindust 88 með Covid-19 á landinu og af þeim sem greindust var 71 fullbólusettur, sem er svipað hlutfall og verið hefur síðustu daga. Veiran hefur meðal annars verið að dreifast á íþróttakappleikjum og fjölmennum bæjar- og héraðshátíðum víð um land. Þar af leiðandi hefur hún stungið sér niður hér á Vesturlandi enda margir verið á faraldsfæti. Síðastliðinn föstudag voru, að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi, 43 í sóttkví og fjórir í einangrun með veiruna. Í sóttkví voru þá 34 á Akranesi, sex í Borgarnesi, tveir í Stykkishólmi og einn í Ólafsvík. Í einangrun voru tveir á Akranesi, einn í Borgarnesi og einn í Grundarfirði. Einungis á svæði heilsugæslu HVE í Búðardal var enginn í sóttkví eða einangrun síðastliðinn föstudag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir