Vatnstjón í Samkomuhúsinu í Grundarfirði

Síðastliðinn miðvikudag uppgötvaðist talsverður vatnsleki sem átti upptök sín í eldhúsi í Samkomuhúsinu í Grundarfirði. Vatn flæddi frá eldhúsinu og fram í báða samkomusali hússins. Efri salurinn er lagður með teppi en neðri salurinn með gegnheilu parketi. Strax og lekinn uppgötvaðist mættu slökkviliðsmenn í húsið og dældu upp vatninu. Þá brugðust fulltrúar VÍS, tryggingafélags bæjarins, vel við og sendu verktaka til að hefja þurrkun. Settu þeir upp blásara til að þurrka upp raka og gera aðrar ráðstafanir. Að sögn Bjargar Ágústsdóttur bæjarstjóra er ljóst að tjónið er umtalsvert; á gólfefnum, hurðarkörmum og fleiru.

Ekki eru nema níu dagar síðan umtalsvert tjón varð í húsnæði grunnskólans í Grundarfirði, einnig af völdum vatnsleka.

Líkar þetta

Fleiri fréttir