Ljósm. úr safni, hlh, samsett.

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir dróna sem gerir drónum kleift að bera farg fyrir veiðimenn, til dæmis spúna eða annað agn, út á sjó eða vatn og sleppa farginu þar.

Þetta sparar því veiðimönnum fyrirhöfnina við að kasta spúninum út sjálfir. Má ætla að það sé mikill léttir fyrir veiðimenn að sleppa við að kasta út. Enn sem komið er virðist tæknin takmarkast við útkastið en vænta má að allt kapp sé nú lagt á að finna upp búnað til þess að drösla aflanum á land. Sennilega verða stangveiðar þannig í framtíðinni að veiðimenn sitja inni í upphituðum jeppanum á árbakkanum eða uppi í veiðihúsi, með fjarstýringu, og dróninn sér um veiðina, að gera að fiskinum og vacuum pakka honum. Jafnvel mætti hugsa sér að dróninn búi til fiskibollur líka.

Þessi tækni mun án efa nýtast strandveiðisjómönnum þegar fram líða stundir. Verður spennandi að fylgjast með þessari þróun því eins og kunnugt er hefur Fiskistofa tekið upp drónaeftirlit með strandveiðum og fleiru. Það verða því væntanlega áður en langt um líður drónar í háloftunum sem fylgjast með drónum að veiðum.

Hér má sjá ýmis myndbönd af drónaveiðum

Líkar þetta

Fleiri fréttir