Spilar verk eftir Brahms og Liszt í Hallgrímskirkju á sunnudaginn

Næst á efnisskrá sumartónleikaraðarinnar í Hallgrímskirkju í Saurbæ eru píanótónleikar þar sem Andrew J. Yang flytur píanónverk eftir Brahms og Liszt. Tónleikarnir verða sunnudaginn 25. júlí kl. 16. Yang kennir á píanó og fiðlu við Tónlistarskóla Vesturbyggðar á Patreksfirði en samhliða því er hann á fullum skólastyrk að klára doktorsgráðu í píanóleik við USC Thornton School of Music í Los Angeles. Hann tekur þátt í Brahms keppni í Þýskalandi í haust en mun gleðja áheyrendur í Hallgrímskirkju með verkum eftir Johannes Brahms og Franz Liszt.

Andrew J. Yang er lítt þekktur á Íslandi enn sem komið er en hefur komið víða við á ferli sínum. Hann hefur leikið bæði á einleikstónleikum og með hljómsveitum víða í Evrópu, Asíu og Ameríku og hlotið einróma lof fyrir. Hann hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarkeppnum og hlaut nýlega fyrstu verðlaun í 30. alþjóðlegu FLAME píanókeppninni í París. Hann komst einnig í úrslit árið 2018 í Serge & Olga Koussevitzky Piano Competition í New York. Hann hefur hlotið ótal önnur verðlaun og viðurkenningar fyrir leik sinn, m.a. í Euregio Piano International Competition í Þýskalandi, Five Towns Piano Competition, Metropolitan International Piano Competition, International Heida Hermanns Piano Competition, Thaviu-Issac Piano Competition, Los Angeles International Liszt Competition og Evanston Music Club Competition. Árið 2018 hlaut Yang „White Rose“ Medal of Honor í Finnlandi. Yang hefur starfað náið með tveimur upprennandi tónskáldum, Myung Hwang Park og Braam van Eeden og eru verk þeirra, Echoes from no man’s lake (Park, 2018), Grandioso for solo piano (Park 2017) og Ten Miniatures (van Eeden 2016) samin sérstaklega fyrir Yang.

Yang er borinn og barnfæddur í Kaliforníu og hóf píanónám fimm ára gamall. Námsferill hans hefur verið framúrskarandi og hefur hann hlotið ýmsa námsstyrki og viðurkenningar, m.a. árið 2017 „Steinway & Sons“ verðlaun fyrir framúrskarandi árangur. Auk tónlistarhæfileika sinna hefur Yang æft og keppt í ýmsum íþróttum, s.s. boxi, MMA bardagaíþróttum, körfubolta og badminton.

Efnisskrá tónleikanna í Saurbæ:

Sex píanóverk eftir Johannes Brahms (1833-1897)

  1. Intermezzo in A minor, op. 118 no. 1. Allegro non assai, ma molto appassionato
  2. Intermezzo in A Major, op. 118 no. 2. Andante teneramente

III.       Capriccio in D minor, op. 116 no. 1. Presto energico

  1. Intermezzo in F minor, op. 118 no. 4. Allegretto un poco agitato
  2. Romanze in F Major, op. 118 no. 5. Andante
  3. Capriccio in D minor, op. 116 no. 7. Allegro agitato

Sonata in B minor, S. 178 – Franz Liszt (1811-1866)

Aðgangseyrir er 2.500 kr.

Að loknum hverjum tónleikum bjóða veitingastaðir í nágrenninu, Hótel Glymur, Hótel Laxárbakki, Bjarteyjarsandur og Hernámssetrið upp á ýmis tilboð á mat o.fl. fyrir tónleikagesti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir