Auk malbikunarframkvæmda á vegum Snæfellsbæjar var sumarið 2019 lokið við malbikun Ólafsbrautar á vegum Vegagerðarinnar, þar sem þjóðvegurinn liggur í gegnum Ólafsvík. Ljósm. úr safni/ kgk.

Malbikunarframkvæmdir að hefjast í Snæfellsbæ

Á vef Snæfellsbæjar er greint frá því að þriðji áfangi malbikunarframkvæmda í sveitarfélaginu mun hefjast mánudaginn 26. júlí og standa fram í ágúst, með hléi í kringum Verslunarmannahelgi. Fyrstu áfangar þessara framkvæmda voru sumrin 2017 og 2019 en nú er stefnt að því að malbika þær götur sem ekki voru teknar í fyrri áföngum.

„Ef veður leyfir verður byrjað á Hellissandi og verða Keflavíkurgata, Skólabraut, Bárðarás, Snæfellsás frá Höskuldsbraut að Hellisbraut ásamt bílastæðinu við Röst malbikað í þessum áfanga. Í Rifi verður síðan lokið við að malbika Háarif í báða enda. Í Ólafsvík verða malbikaðar göturnar Sandholt, Hábrekka, Túnbrekka, Engihlíð frá gatnamótum að heilsugæslustöð að Grundarbraut, Klifbrekkan frá Miðbrekku að Grundarbraut, Brautarholtið og Vallholt frá Klifbrekku að Vallholti 19. Að auki verða gerðar smávegis lagfæringar og malbik lagt á minni svæði til gera umhverfið snyrtilegra,“ segir í frétt Snæfellsbæjar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir