Baldur Orri Rafnsson við pylsuvagninn. Ljósm. tfk.

Mæstro í Grundarfirði orðinn tíu ára

Um liðna helgi var mikið að gera á Mæstro street food vagninum í Grundarfirði. Tilefnið var tíu ára afmæli vagnsins og var því verð á öllu sem selt var á tíu ára gömlu verði um helgina. Afmælistilboðin voru frá föstudegi til sunnudags og var ansi mikið að gera, að sögn Baldurs Orra Rafnssonar eiganda vagnsins. „Já, það er búið að vera ansi mikið að gera og fólk hefur tekið okkur vel í þessi tíu ár.“ Baldur Orri var þakklátur fyrir viðtökurnar og hvernig gekk um helgina. „Veðrið var líka með besta móti sem hjálpar til,“ bætir hann við. Um næstu helgi verður svo bæjarhátíðin Á góðri stund og verður þá eflaust í nægu að snúast í pylsuvagninum eins og fyrri ár.

Líkar þetta

Fleiri fréttir