Þórólfur og Víðir á upplýsingafundi. Ljósm. úr safni.

Mun leggja til auknar sóttvarnaaðgerðir innanlands

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum héldu í dag upplýsingafund vegna ört vaxandi útbreiðslu Covid-19. Staðan fer hratt versnandi í úbreiðslu veirunnar. 236 hafa greinst með veiruna frá mánaðamótum, þar af 213 síðustu vikuna og 78 í gær. Í ljósi stöðunnar mun sóttvarnalæknir senda heilbrigðisráðherra í dag minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum innanlands. Þórólfur sagðist á fundinum ekki tilbúinn að ræða efnislega þær tillögur að sóttvarnaaðgerðum sem hann ætli að leggja til fyrr en ráðherra og ríkisstjórn væru búin að fjalla um þær. Hann sagði þó að Íslendingar vissu hvaða aðgerðir hafi virkað best hingað til og eðlilegt væri að nýta þá reynslu. Um aðra helgi er stærsta ferðahelgi ársins og ljóst að fjölmennustu hátíðir, svo sem þjóðhátíð í Eyjum, eru í uppnámi.

„Persónubundnar sóttvarnir eru enn lykilinn í baráttunni við Covid-19 en þegar þær duga ekki til eins og við sjáum. Núna þurfa samfélagslegar aðgerðir einnig að koma ti sögunnar,“ sagði Þórólfur. „Ég held að það sé ljóst að eftir að slakað var á á landamærum um síðustu mánaðamót hafa margir komið hingað inn með veiruna sem hefur hrundið af stað víðtækri útbreiðslu innanlands.“ Þetta sagði hann hafa gerst þrátt fyrir að fólk sé með vottorð á landamærum um bólusetningu eða vottorð um fyrri sýkingu. Þrátt fyrir hátt hlutfall bólusettra innanlands hefur veiran dreift mjög hratt úr sér. „Það bendir til þess að virkni bóluefnisins gegn smiti með Delta-afbrigðinu sé minni en vonast var til,“ sagði Þórólfur. Ekki liggur fyrir hvort smitin leiði til alvarlegra veikinda og sagði Þórólfur að óvissan væri hvað mest hvað eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma snertir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Banaslys við Akranes

Laust fyrir klukkan 21 í gær voru viðbragðsaðilar; lögregla auk björgunarsveita á Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði kallaðar út með hæsta... Lesa meira