Reyndi að stinga af á affelguðum bíl

Lögreglumenn á eftirlitsferð urðu varir við ökumann sem ók um með affelgað dekk snemma  síðasta sunnudagsmorgunn. Þegar lögreglumennirnir reyndu að stöðva för hans reyndi hann að stinga lögregluna af. Um síðir tókst að stöðva ökumanninn. Reyndist hann í annarlegu ástandi. Bifreiðin hafði greinilega hafnað utan vegar en komist upp á hann aftur. Vinstri hlið bifreiðarinnar var mikið skemmd.

Líkar þetta

Fleiri fréttir