Steina Matt og Bjarnheiður Jóhannsdóttir sem nú tekur við starfi fréttaritara Skessuhorns.

Fréttaritaraskipti í Dölum

Eins og margir Dalamenn vita hafa þau Karl Ingi Karlsson og Steinunn Matthíasdóttir selt KM þjónustuna og eru nú á förum úr Búðardal eftir tveggja áratuga búsetu þar. Steina hefur undanfarin ár sinnt starfi fréttaritara Skessuhorns í Dölum samhliða annarri vinnu. Við starfi fréttaritara nú tekur Bjarnheiður Jóhannsdóttir á Jörva, sem m.a. kemur að rekstri Vínlandsseturs í Búðardal og Eiríksstaða í Haukadal. Um leið og Steinu er þakkað góð störf á liðnum árum bjóðum við Bjarnheiði velkomna til starfa. Dalamenn eru sömuleiðis hvattir til að leita til hennar ef þeir vilja koma efni, myndum eða áhugaverðum fréttum á framfæri. Netfangið er bj@skessuhorn.is og síminn 862-6102.

-mm

Líkar þetta

Fleiri fréttir