Ella komin að bryggju í Borgarnesi síðdegis í gær.

Ellan losnaði upp og strandaði

Ella, gamla vinalega trillan sem liggur við ból á Brákarsundi á sumrin, losnaði um kaffileytið í gær á flóðinu. Rak hana undan vindi og upp í grjótgarðinn við gömlu steinbryggjuna á Suðurnesi og strandaði þar. Hún náðist á flot skömmu síðar fyrir eigin vélarafli en einnig með hjálp báts sem togaði í hana. Ekki urðu skemmdir á bátnum og var honum siglt að bryggjunni í Brákarey þar sem hún liggur nú.

Það er Stórútgerðarfélag Mýramanna sem gerir Ellu út. Eigendur eru Borgnesingarnir og frændurnir Sigurður Halldórsson og Arinbjörn Hauksson ásamt Pétri Geirssyni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir