Lokað í göngunum eina nótt í næstu viku

Á mánudags- eða þriðjudagskvöld í næstu viku er stefnt að því að malbika 800 metra vegarkafla á þjóðvegi 1 milli Kjalarness og Hvalfjarðarganga. Veginum og Hvalfjarðargöngum verður lokað í báðar áttir á meðan á framkvæmdum stendur og verður hjáleið um Hvalfjörð. Þegar nær dregur framkvæmdadegi verður tilkynnt nákvæmari dagsetning á framkvæmdinni. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 22:00 til kl. 07:00.

Líkar þetta

Fleiri fréttir