Lúsmý gildran. Ljósm. Ole Jakob Volden.

Skotheld leið til að plata lúsmýið

Ole Jakob Volden parketslípari á Akranesi hugsar oft út fyrir rammann. Meðfylgjandi mynd deildi hann á fésbók síðu sinni fyrr í dag og segir að eftir miklar pælingar og mælingar hafi hann fundið lausn á þessu lúsmývandamáli; „Lúsmý gildran.“ Hún svínvirkar og allir geta gert svona gildru.

Það sem gerist er efirfarandi: „Lúsmýið kemur flögrandi og sér eithvað sem það heldur að sé sykur. En veit ekki að þetta er salt og verður alveg rooosalega þyrst. Flugan fer þá og fær sér að drekka það sem hún heldur að sé vatn, en er í raun romm eða vodki. Hún verður blindfull, labbar áfram, dettur um spýtuna og rekur hausinn í steininn og alveg steinrotast,“ skrifar Ole.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira