Á myndinni eru f.v. Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri, Björn Sverrisson formaður skólanefndar, Þorbergur Bæringsson verktaki, Maros Vitos, Páll Þorbergsson, Gunnar Björn Haraldsson, Elísabet Lára Björgvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri með barnabarn sitt, Berglind Ósk Kristmundsdóttir deildarstjóri og Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður bæjarráðs. Ljósm. sá.

Skóflustunga tekin að viðbyggingu leikskólans í Stykkishólmi

Í morgun var tekin fyrsta skóflustungan að viðbyggingu við Leikskólann í Stykkishólmi. Það var Hrafnhildur Hallvarðsdóttir forseta bæjarstjórar sem steig upp í gröfuna og naut hún aðstoðar barnabarnsins, Sumarliða Lima, sem jafnframt er væntanlegur nemandi í skólanum.

Framkvæmdir hefjast í beinu framhaldi og á húsið, að sögn Jakobs Björgvins bæjarstjóra, að verða tilbúið í febrúar á næsta ári. Viðbyggingin verður 72 fermetrar en í henni verður til húsa ný leikskóladeild. „Við erum að mæta fjölgun barna sem er að verða hér í Stykkishólmi. Leikskólinn hefur verið fullsetinn og því nauðsynlegt að byggja nýja deild til að mæta fjölgun íbúa,“ segir Jakob Björgvin.

Á myndinni eru f.v. Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri, Björn Sverrisson formaður skólanefndar, Þorbergur Bæringsson verktaki, Maros Vitos, Páll Þorbergsson, Gunnar Björn Haraldsson, Elísabet Lára Björgvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri með barnabarn sitt, Berglind Ósk Kristmundsdóttir deildarstjóri og Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður bæjarráðs.

Hrafnhildur nýtur hér aðstoðar Sumarliða yngri við verkið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir