Leikskólakennarar. F.v. Dröfn, Allý og Inga. Ljósm. glh.

Þrjár samstarfskonur frá Borgarnesi segja frá námsferli sínum

Þrjár samstarfskonur úr leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi luku um daginn átta ára námi þegar þær útskrifuðust frá Háskólanum á Akureyri með meistararéttindi sem leikskólakennarar. Fyrst voru það þrjú ár upp í stúdentinn og svo fimm ár í háskóla. Allt eru þetta konur á miðjum aldri, allar með heimili og börn og fjölskyldu að sinna ásamt því að vera í vinnu á leikskólanum Uglukletti. Blaðamaður ræddi við stöllurnar þrjár, þær Aðalheiði Jóhönnu Hjartardóttur, Dröfn Traustadóttur og Ingu Hólmfríði Gunnarsdóttur, um þennan áfanga í lífi þeirra og námsvegferðina síðustu árin.

Hægt er að lesa viðtal við samstarfskonurnar þrjár í Skessuhorni sem kom út í dag. 

Líkar þetta

Fleiri fréttir