Valmundur Árnason og Ásgeir Kristinsson eigendur og starfsmenn Löggildingar ehf. Ljósm. frg

Ný prófunarstofa – Löggilding ehf. – tekur til starfa á Akranesi

Fyrirtækið Löggilding ehf. á Akranesi fékk starfsleyfi frá Neytendastofu í vikunni. Fyrirtækið rekur prófunarstofu og er viðurkenndur aðili til löggildingar og prófana og sérhæft í löggildingu á mælivogum. Fyrirtækið hefur starfsstöð sína á Smiðjuvöllum 17 á Akranesi en mun sinna fjölbreyttum verkefnum um land allt. Blaðamaður Skessuhorns ræddi við eigendur fyrirtækisins, þá Ásgeir Kristinsson og Valmund Árnason.

Ásgeir er vélvirkjameistari og Valmundur rafvirkjameistari. Þeir félagar eru flestum Akurnesingum að góðu kunnir. Ásgeir, sem oft er kenndur við bæinn Leirá í Leirársveit, starfaði sem bóndi framan af en hefur starfað hjá Norðuráli frá árinu 2009. Hann bjó reyndar í Svartfjallalandi í níu mánuði þar sem hann vann að byggingu álverksmiðju.

Valmundur hefur undanfarin ár starfað sem ráðgjafi á sviði gæða- og vottunarmála. Þá hafa þeir félagar lengi starfað innan Björgunarfélags Akraness og Ásgeir var formaður félagsins um árabil. Þeir félagar hafa reyndar starfað báðir hjá Norðuráli um skeið en hjá því fyrirtæki er afar strangt gæðakerfi og eftirlit með allri starfseminni og hafa þeir félagar því mikla reynslu af gæðakerfum.

Ásgeir og Valmundur segja frá fyrirtækinu sínu og starfsemi þess í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir