IceDocs heimildamyndahátíðin hefst á Akranesi í dag

Heimildamyndahátíðin IceDocs hefst í dag á Akranesi. Sýndar verða 23 fjölbreyttar heimildamyndir auk annarra viðburða. Hátíðin að þessu sinni er kynnt með vönduðum bæklingi sem dreift var í hús á Akranesi í síðustu viku. Þetta er í 23. skipti sem hátíðin fer fram en hún hefur vaxið að gæðum og umfangi með hverju árinu.

Að þessu sinni verða sýndar  sautján heimildamyndir í fullri lengd og sex styttri. Fyrsta myndin fer á hvíta tjaldið í Bíóhöllinni í kvöld og nefnist hún Crock of Gold – A Few Rounds with Shane MacGowan. Hún er heimildamynd um tónlistarmanninn sem gerði garðinn frægan upphaflega með írsku hljómsveitinni The Pogues.

Hátíðin hefst eins og fyrr segir í dag og lýkur 27. júní. Aðgangur er ókeypis á allar sýningar.

Lesendur eru hvattir til að kynna sér bæklinginn en auk þess er dagskrána að finna á icedocs.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir